Við töluðum um minni og minnistækni seinast. Nokkuð góður timi. Anna vildi nú ekki gúddera með að heilinn á Einstein hafi einungis verið frábrugðinn annarra manna heilum nema að einu leiti, og það var að hann hafði myndað miklu fleiri tengingar en venjulegir heilar. Hún gaf m.a.s. í skyn að ég hefði lesið þetta í Mogganum og maður ætti ekki að kaupa allt sem maður læsi. En ég var ekkert að röfla í henni, þeir sem hafna vitneskju geta þá sjálfir sér um kennt. Um heila Einsteins og rannsóknir á honum má lesa á ýmsum virtum vefjum. Reyndar var heili Einsteins léttari (1200 gr) en meðalheili (1400gr).
Síðan töluðum við um okkar eigin námstækni við sessunaut okkar og ég kom sjálfri mér á óvart með hvað ég nota margar ólíkar aðferðir við náms- og minnistækni. Sennilega af því ég hef alltaf svo lítinn tíma og þarf að hámarka árangur aðferðanna.
Síðan töluðum við um okkar eigin námstækni við sessunaut okkar og ég kom sjálfri mér á óvart með hvað ég nota margar ólíkar aðferðir við náms- og minnistækni. Sennilega af því ég hef alltaf svo lítinn tíma og þarf að hámarka árangur aðferðanna.

1 Comments:
At 4:03 PM,
Gudrun Vala said…
hæ hæ er að prófa
Post a Comment
<< Home